- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttissjóður, sem starfar skv. reglum nr. 513/2006, auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2015.
Tilgangur Jafnréttissjóðs er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn hafi 15 milljónir króna til ráðstöfunar til styrkúthlutana í ár og miðað er við að styrir séu ekki færri en þrír og ekki fleiri en fimm. Gerðar eru skýrar faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Hvorki verða veittir styrkir til verkefna sem þegar er lokið né meistararitgerða.
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti í lok sunnudagsins 23. ágúst 2015 og verður úthlutað úr sjóðnum á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október 2015.
Vakin er athygli á því að umsækjendum er gert að sækja rafrænt um á eyðublaðavef ráðuneytanna. Nánari upplýsingar í tilkynningu frá forsætisráðuneyti.