- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í velferðarráðuneytinu er starfræktur Jafnréttissjóður Íslands sem stofnaður var með samþykki þingsályktunar 1009/2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Stjórn sjóðsins ákveður fjölda styrkja og gerir tillögu til félags- og húsnæðismálaráðherra um veitingu þeirra hverju sinni.
Umsóknarfrestur rennur út klukkan 16.00 fimmtudaginn 26. maí 2016 og mun félags- og húsnæðismálaráðherra úthluta úr sjóðnum við formlega athöfn 19. júní næstkomandi.
Nánar má lesa um kröfur til umsækjenda, áherslur sjóðsins að þessu sinni og umsóknarferli á heimasíðu velferðarráðuneytisins.