- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa hélt opinn fund á Egilsstöðum síðastliðinn fimmtudag en fundaði einnig með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins.Á opnum fundi Jafnréttisstofu á Hótel Héraði fjallaði Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, um stöðu og horfur í jafnréttismálum. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, kynnti nýju jafnréttislögin og fór hún yfir helstu nýjungarnar sem lögin fela í sér.
Umræður um jafnréttisáætlanir fyrirtækja og sveitarfélaga, launamun kynjanna og fræðslumál voru mjög áberandi á fundinum. Starfsfólk Jafnréttisstofu var mjög ánægt með fundinn og greinilegt að opnir fundir sem þessir geta svarað mörgum spurningum og vangaveltum fólks varðandi jafnréttismál.