- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Helstu verkefni:
Fræðsla og námskeiðahald fyrir jafnréttisfulltrúa, skóla, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og aðra.
Samskipti við fjölmiðla.
Upplýsinga- og ráðgjöf um jafnréttismál.
Skipulagning námskeiða, funda og ráðstefna.
Samskipti við einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og opinberar stofnanir innanlands og erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf í kynjafræði, félagsvísindum, fjölmiðlafræði eða skyldum greinum.
Reynsla af jafnréttismálum.
Reynsla af fræðslustörfum, kennslu eða fjölmiðlun er æskileg.
Góð tölvukunnátta.
Góð íslenskukunnátta og hæfni í koma frá sér texta í ræðum og riti.
Færni í Norðurlandamáli og ensku.
Frumkvæði, sjálfstæði og traust vinnubrögð.
Geta til að vinna undir álagi.
Sveigjanleiki, þjónustulund, samstarfshæfni og lipurð í samskiptum.
Jafnréttisstofa starfar samkvæmd lögum nr. 10/2008 og er staðsett á Akureyri.
Launakjör samkvæmt kjarasamningum ríkisins við BHM.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað.
Með umsókn skal fylgja ferliskrá og upplýsingar um menntun.
Umsóknir skulu sendar til Jafnréttisstofu með tölvupósti eða á eftirfarandi heimilisfang: Borgum, 600 Akureyri.
Upplýsingar veitir Kristín Ástgeirsdóttir í síma 4606200.