- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Stjórnarandstöðu tillaga Margrétar Frímannsdóttur og Ingibjargar Sólrúnar þar sem kveðið var á um 40% hlut hvors kyns, að fyrirmynd norskrar löggjafar, var áður hafnað af stjórnarþingmönnum. Jónína Bjartmarz tekur fram að í umræðum hafi sá skilningur komið fram, að ?sem næst jafnmargar konur og karlar? vísaði eingöngu til þess að tekið væri tillit til oddatölu í stjórn.
Jafnréttisstofa telur þetta gott skref í rétta átt, en minnir á að samkvæmt jafnréttiskennitölunni sem birt var á dögunum eru konur nú aðeins 14% stjórnarmanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Engar upplýsingar liggja fyrir um sambærileg hlutföll hjá hlutafélögum í opinberri eigu, en ljóst er að langt er enn í land að jafnrétti náist á þessum vettvangi.