Jöfnum leikinn


Ný jafnréttislög tóku gildi fyrr á þessu ári og af því tilefni hefur Jafnréttisstofa gefið út bækling um lögin, sem dreift er á öll heimili í landinu. Í bæklingnum eru helstu markmið og ákvæði laganna kynnt á aðgengilegan hátt, auk þess sem farið er yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu. Útgáfunni er ekki síst ætlað að auðvelda almenningi að átta sig á þeim mikilvægu réttindum, sem lögin tryggja. Í bæklingnum segir m.a. að jafnrétti kynjanna sé grundvallargildi í íslensku samfélagi og það séu sjálfsögð mannréttindi að konur og karlar hafi jöfn tækifæri og jafnan rétt. Þá er fjallað um réttindi á vinnumarkaði, nám og kennslu, hönnun og birtingu auglýsinga, og möguleika fólks til að ná fram rétti sínum, ef það telur að lögin hafi verið brotin.

Rafræna útgáfu af bæklingnum má nálgast hér.