- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Norræna rannsóknarsetrið í kvenna- og kynjafræðum NIKK í samstarfi við Rannsóknarstofnun vinnumála í Noregi (AFI) rannsakar sýn karla á jafnrétti. Rannsóknin sem hefur samnorræna skírskotun á að skoða sérstaklega afstöðu karla til jafnréttis og hvernig þeir sjá sitt hlutverks í að skapa réttlátt samfélag.
Barna- og jafnréttismálaráðuneytið í Noregi hefur samið við NIKK og AFI um að framkvæma spurningalistakönnun um karla, jafnrétti og lífsgæði. Verkefnið er framhald rannsóknaverkefnisins Karlar í Noregi frá árinu 1988. Spurningakönnunin er sú stærsta sem gerð hefur verið á Norðurlöndum á þessu sviði. Stefnt er að því að norska rannsóknin verði fyrirmynd að öðrum samnorrænum (og fjölþjóðlegum) rannsóknum á sama sviði.
Rannsóknin nær til skilnings bæði kvenna og karla á afstöðu karla til jafnréttis í fjölskyldunni, á vinnumarkaði og samfélaginu. Þátttakendur verða meðal annars spurðir út í það hvernig karlar sjá fyrirvinnuhlutverkið, uppeldi barna, heilbrigði, karlmennsku, ofbeldi milli drengja og milli karla, og hvernig þeir sjá sitt hlutverki í þróuninni í átt að jafnrétti. Eitt af höfuðmarkmiðum verkefnisins er að kortleggja þær hindranir sem standa í vegi fyrir því að fullu jafnrétti milli kvenna og karla verði náð.
Verkefnið hefur stóran norrænan rýnihóp sem á að setja niðurstöðurnar í norrænt samhengi. Ingólfur. V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Jafnréttisstofu, er í hóp sérfræðinga sem skipa rýnihópinn. Stefnt er að því að rannsókninni verði lokið í haust.