- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Tryggvi Hallgrímsson, félagsfræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu mun flytja erindi á lögfræðitorgi í HA í dag kl. 12. Tryggvi mun fjalla um niðurstöður starfshóps um karla og jafnrétti.
Lögfræðitorgið fer fram í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri
Starfshópur um karla og jafnrétti, sem skipaður var af velferðarráðherra til að fjalla um hlut karla í jafnréttismálum hefur nú skilað skýrslu til ráðherra með fimmtán tillögum að sérstökum aðgerðum, rannsóknum og verkefnum. Vinna starfshópsins er liður í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2011–2014.
Um verkefni starfshópsins segir að hann skuli gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðu um jafnréttismál og auka aðild karla að jafnréttisstarfi. Það skuli meðal annars gert með umfjöllun um kynskipt náms- og starfsval, þátttöku karla í verkefnum fjölskyldunnar, áhrif staðalmynda á stöðu karla í íslensku samfélagi og tengslin milli heilsu, heilbrigðis og kynjasjónarmiða.
Í erindi sínu mun Tryggvi Hallgrímsson félagsfræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu fjalla um tvö sérstök áherslusvið starfshópsins: Annarsvegar klám og vændi, hinsvegar ofbeldi og ofbeldismenningu. Umræðan tekur mið af stöðu þessara málaflokka í dag og tillagna starfshópsins um aðgerðir, verkefni og þörf fyrir rannsóknir.