- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Eftir brotthvarf tveggja karlmanna af Alþingi nýverið hefur hlutur kvenna í hópi þingmanna aukist úr 33,3% í 36,5%. Tuttugu konur voru kjörnar á þing í upphafi þessa kjörtímabils, en þær eru nú 23 eða jafnmargar og þær voru árið 1999. Konum fækkaði nokkuð á Alþingi í kosningunum 2003 og voru 19 konur þá kjörnar á þing, en fram að því hafði konum í hópi þingmanna fjölgað jafnt og þétt um nokkurt skeið. Konum fjölgaði þó aftur á Alþingi á kjörtímabilinu 2003-2007, eftir því sem karlar hurfu af þingi og varamenn komu í þeirra stað.
Í upphafi þessa kjörtímabils voru konur 31,7% eða innan við þriðjungur þingmanna, en það sem af er kjörtímabilinu hafa þrjár nýjar konur bæst í hópinn. Þær Helga Sigrún Harðardóttir og Eygló Harðardóttir tóku nýlega við þingmennsku af Bjarna Harðarsyni og Guðna Ágústssyni, sem sögðu af sér. Áður hafði Herdís Þórðardóttir tekið sæti á þingi eftir fráfall Einars Odds Kristjánssonar árið 2007.