Konur 24% stjórnarformanna

Árið 2012 var 21% framkvæmdastjóra og 24% stjórnarformanna starfandi fyrirtækja sem skráð voru í hlutafélagaskrá kvenkyns. Hlutfall kvenna er hæst í minnstu fyrirtækjunum en minnkar eftir því sem fyrirtækin eru stærri. Þó hefur kvenkyns stjórnarformönnum fjölgað hlutfallslega mest á síðustu árum í fyrirtækjum með yfir 250 starfsmenn en hlutfall kvenna í þeim hópi fyrirtækja óx úr 9% í 15% milli 2011 og 2012 og hefur tvöfaldast frá árinu 2010.Séu gögnin skoðuð með tilliti til aldurs kemur í ljós að hlutfall kvenna er hæst í yngsta aldurshópi framkvæmdastjóra og stjórnarformanna. Í hópi 25 ára og yngri voru konur stjórnarformenn í tæplega helmingi nýrra fyrirtækja árið 2012.
Þegar litið er til atvinnugreina er hlutur kvenkyns framkvæmdastjóra hæstur í flokki félagasamtaka og annarrar þjónustustarfsemi eða um 62%, í öðrum atvinnugreinum eru karlar í meirihluta.


Frétt af heimasíðu Hagstofu Íslands.