- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um starfsfólk í leikskólum í desember 2009 og gefið út hefti í ritröðinni Hagtíðindi. Þegar litið er á kynjahlutfall starfsmanna í leikskólum eru konur í miklum meirihluta.
Af öllum starfsmönnum leikskóla eru 222 karlmenn eða 4% starfsmanna og
eru í 4% stöðugilda.
Um er að ræða fækkun frá síðasta ári þegar 240 karlar voru
að störfum í leikskólum. Frá árinu 1998 hefur hlutfall karlkyns starfsmanna farið hækkandi frá
því að vera um 2% upp í 4%. Hæst var hlutfallið 4,3% árið 2008. Nú sem áður eru karlar hlutfallslega
flestir við þrif. Til samanburðar má benda á að haustið 2009 voru 18,3% starfsmanna í grunnskólum
karlar og í framhaldsskólum voru karlar 41,6% starfsmanna skólaárið 20082009.
Nánari upplýsingar um starfsmenn og börn í leikskólum er að finna í Hagtíðindum.