- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Niðurstöður spurningakönnunar sem Jafnréttisstofa sendi sveitarstjórnarfólki nú í aðdraganda kosninga sýnir jákvæða afstöðu til ákvæða jafnréttislaga um kynjakvóta í nefndum og ráðum.
Þátttakendur voru spurðir hvort auðvelt væri að fylgja ákvæðum jafnréttislaga (nr. 10/2008) sem segir að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40%. Afstaða þátttakenda til fullyrðingarinnar sýnir að meirihluti þeirra sem taka afstöðu, telur það auðvelt – en sjá má nokkurn mun í afstöðu karla og kvenna. Meðal kvenna eru 58,5% sammála eða mjög sammála fullyrðingunni en meðal karla er samsvarandi hlutdeild 45,8%.