- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Alþjóðleg ráðstefna um konur, kynjajafnrétti og kreppuna fer fram við Háskóla Íslands 21. og 22. apríl nk. Ráðstefnan verður haldin í stofu 105 og 101 á Háskólatorgi og fer fram á ensku. Á ráðstefnunni koma saman margir helstu sérfræðingar heims á sviði kynja- og vinnumarkaðsmála, m.a. frá European Commission‘s Expert Group on Gender and Employment (EGGE). Fjallað verður um áhrif kreppunnar á kynin í einstökum löndum, s.s. Bandaríkjunum, Bretlandi, Grikklandi, Írlandi, Íslandi Ítalíu, Portúgal og Spáni, sem og innan Evrópusambandsins í heild, frá sjónarhóli hagfræði og félagsfræði.
Meginþemu ráðstefnunnar eru:
Konur, vinna og vinnumarkaður: Hvernig hefur staða kynjanna á vinnumarkaði breyst í kjölfar kreppunnar, til dæmis hvað varðar atvinnuþátttöku, vinnutíma, starfshlutfall og atvinnuleysi?
Konur og velferðarkerfið: Hverjar eru helstu breytingarnar sem gerðar hafa verið á velferðarkerfinu í kreppunni og hvaða áhrif hafa þær haft á kynin?
Ólík staða ólíkra kvenna: Hvaða hópar kvenna standa best og hvaða hópar standa verst? Hver er staða öryrkja? Innflytjenda? Einstæðra mæðra?
Hagstjórn og kyn: Hvernig hefur hagstjórnin haft áhrif á stöðu kynjanna á vinnumarkaði?
Lykilfyrirlesarar eru:
• Francesca Bettio, prófessor við Siena háskóla á Ítalíu:
Crisis and Recovery in Europe: The Labour Market Impact on Men and Women.
• Jacqueline O‘Reilly, prófessor við Brighton Business School, Brighton Háskóla:
Challenging the Gender Contract: Interdependency, Conflict and Control.
• Jill Rubery, prófessor við Manchester Business School, Manchester háskóla:
From Women and Recession to Women and Austerity: Some Reflections on the Conference Contributions.
Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér
Að ráðstefnunni standa EDDA – öndvegissetur við Háskóla Íslands, í samstarfi við Fairness at Work Research Group og European Work and Employment Research Centre við Manchester Business School ásamt Centre for Gender Studies við Panteion háskóla í Aþenu.
Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds.