- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í sveitarstjórnarkosningum 29. maí sl. hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af eru 308 karlar og 204 konur. Konur eru því í dag 40% allra kjörinna fulltrúa í íslenskum sveitarstjórnum og í meirihluta í 16 sveitarstjórnum af 76.
Eftir kosningar árið 2006 voru konur 36% kjörinna fulltrúa. Breytingin milli kosninga 2006 og 2010 nemur því fjórum prósentustigum.
Hlutur kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi hefur hægt og bítandi aukist síðastliðna hálfa öld. Á tímabilinu 1958 til 1978 jókst hlutur kvenna í sveitarstjórnum, frá því að vera 1% til þess að vera 6%. Með aukinni umræðu um mikilvægi þátttöku beggja kynja í ákvarðanatöku í samfélaginu m.a. í tengslum við tilurð sérstakra kvennaframboða varð nokkur stígandi í þátttöku kvenna í stjórnmálum á sveitarstjórnarstigi. Konur voru 13% kjörinna fulltrúa árið 1982 og 19% árið 1986. Árið 1990 varð hlutur kvenna í sveitarstjórnum 22%, 25% árið 1994 og 1998 voru konur 28% fulltrúa í sveitarstjórn. Árið 2002 eru konur orðnar 32% og sem fyrr segir 36% árið 2006. Þannig hefur hlutur kvenna í sveitarstjórnum aukist jafnt og þétt síðustu áratugi.
Með þeim úrslitum sem nú tryggja konum 40% hlut í sveitarstjórnum fagnar Jafnréttisstofa áframhaldandi jákvæðri þróun í þróun í átt til aukins jafnréttis og jafnra möguleika karla og kvenna til að hafa áhrif á samfélag sitt.
SJÁ SKRÁ: sveitarstj_kosning_2010_ed2.PDF