Kvennafrídagurinn

Í dag er Kvennafrídagurinn og munu konur um allt land leggja niður störf kl. 14:25. Á þeim tíma vinnudagsins hafa konur að jafnaði unnið fyrir launum sínum miðað við hlutfallsleg laun þeirra af launum karla. Í ár er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Jafnréttisstofa hvetur allar konur til að taka þátt og klæða sig vel.Í Reykjavík hittast konur á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15:00 og ganga niður að Arnarhóli. Einnig eru skipulagðir viðburðir á Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði og Skagafirði.