- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í tilefni Kvennafrídagsins mánudaginn 24. október boða Jafnréttisstofa og Akureyrarbær til opins hádegisfundar á Hótel KEA. Á fundinum verður fjallað um launajafnrétti kynjanna en rannsóknir sýna að enn hallar á konur í launa- og kjaramálum.
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti lét vinna launakönnun sem tók til vinnumarkaðarins í heild. Í könnuninni sem tekur til áranna 2008 til 2013 kemur fram að kynbundinn launamunur er 7,6% á vinnumarkaðnum í heild; 7,8% á almennum vinnumarkaði og 7,0% á opinberum vinnumarkaði.
Í nýlegri launakönnun VR er kynbundinn launamunur 10% sem jafngildir því að konur í VR séu „launalausar“ í 36 daga á ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hafa konur að meðaltali 70,3% af heildarlaunum karla.
Dagskrá fundarins: