- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Kvenréttindafélag Íslands heldur upp á kvenréttindadaginn þann 19. júní með hátíðardagskrá og kaffiveitingum á Hallveigarstöðum kl. 17:30
Dagskrá:
Helga Guðrún Jónsdóttir, ávarp formanns Kvenréttindafélags Íslands
Sigurlaug Viborg, ávarp forseta Kvenfélagasambands Íslands
Ragnhildur Jóhanns, frá Endemi, fjallar um konur í list
Fríða Rós Valdimarsdóttir greinir frá niðurstöðum rannsókna um íslenska vændiskaupendur
Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir kynnir Kristínarhús, athvarf fyrir konur sem hafa verið seldar mansali eða stundað vændi og vilja komast út úr því
Kristín Þóra Harðardóttir úthlutar styrkjum úr Menningar- og minningarsjóði kvenna
Ársrit Kvenréttindafélagsins:19. júní, verður nú annað árið í röð dreift með Fréttablaðinu í dagblaðabroti. Sú tilraun að dreifa 19. júní með Fréttablaðinu gafst mjög vel í fyrra. Blaðið var borið út til mikils meirihluta heimila á landinu og vakti eftir því athygli. Það er ekki alltaf sem að almenningur hefur tækifæri til að lesa rit sem helgað er kvenréttindum.