- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Tilefnið er að fagna nýsamþykktum lögum á norska þinginu um bann við kaupum á kynlífsþjónustu en Noregur er annað ríkið í heiminum sem mun gera slík kaup refsiverð. Það voru Svíar sem fyrstir voru til að setja slík lög árið 1999. Norsku lögin verða samþykkt á fimmtudaginn og því er fyrirvari á þessum fögnuði - lagafrumvarpið er enn ekki orðið að lögum. Norðmenn eru hinsvegar 100% öruggir með framgang frumvarpsins sem þegar hefur fengið samþykki meirihluta þingsins í fyrri umræðum. Svíar og Danir hafa einnig undirbúið viðlíkan fögnuð við sendiráð Norðmanna í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.
Fögnum með Norðmönnum föstudaginn 21. nóvember kl. 12.10 við Fjólugötu 17 í Reykjavík og hvetjum um leið íslensk stjórnvöld til að skoða afstöðu sína til sölu og kaupa á kynlífi!