- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Ráðstefna um kyn og völd fer fram á Grand Hótel,Reykjavík 18.-19. nóvember nk.
Undanfarið ár hefur stór hópur norrænna fræðimanna unnið hörðum höndum við að safna og greina upplýsingar um valdahlutföll kynjanna, annars vegar í stjórnmálum, hins vegar í atvinnulífinu. Niðurstöður liggja fyrir og verða þær kynntar á ráðstefnunni.Konur eru í meirihluta í finnsku ríkisstjórninni og í ríkisstjórnum Íslands og Noregs sitja jafn margar konur og karlar. Þessi staða er einstök á heimsvísu. Þegar litið er á þjóðþing eru Svíar í öðru sæti í heiminum og Íslendingar í því fimmta auk þess sem hér er að finna einu konuna sem stýrir ríkisstjórn á Norðurlöndum. Staðan er heldur lakari þegar litið er á sveitarstjórnir. Hér á landi er hlutur kvenna aðeins 36% en það kann að breytast í komandi kosningum.
Þegar valdahlutföll kvenna og karla í atvinnulífinu eru skoðuð birtist heldur betur önnur mynd þótt hún sé mismunandi eftir því hvaða land á í hlut. Nýlega birtust fréttir af því að konum í stjórnum fyrirtækja hér á landi hefði fækkað eftir hrunið þrátt fyrir heitstrengingar um hið gagnstæða. Í Noregi er í gildi kvóti sem kveður á um að hlutur hvors kyns um sig skuli ekki vera minni en 40% í fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllinni. Kvótinn hefur leitt til þess að Noregur stendur öllum öðrum þjóðum framar er kemur að jafnræði kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Háværar gagnrýnisraddir hafa þagnað þar í landi enda eru kvótarnir að skila betur reknum fyrirtækjum og meiri starfsánægju. Til stendur að endurskoða lögin þannig að þau nái til meðalstórra og minni fyrirtækja þar á meðal þeirra sem eru að hluta til í eigu sveitarfélaga.
Hvers vegna hefur tekist að auka völd kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndunum en ekki að sama skapi á vinnumarkaðnum? Þessari spurningu og mörgum fleiri verður reynt að svara á ráðstefnunni um kyn og völd. Íslensku þátttakendurnir voru þær dr. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur og dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur.
Ráðstefnan hefst að kvöldi 18. nóvember með ávarpi Árna Páls Árnasonar ráðherra jafnréttismála en síðan heldur Claes Borgström fyrrverandi umboðsmaður jafnréttismála í Svíþjóð erindi sem hann kallar: Hvers vegna eru konur í leiðandi stöðum álíka fáar og tré á Íslandi? Næsta dag verða niðurstöður kynntar út frá hverju Norðurlandanna fyrir sig en þar með talin eru sjálfsstjórnarsvæðin Álandseyjar, Færeyjar og Grænland. Undir lokin verða pallborðsumræður með þátttöku fólks úr stjórnmálum, atvinnulífi og fræðasamfélaginu undir yfirskriftinni: Hvernig brjótumst við úr viðjum vanans?
Ráðstefnan er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
Dagskrá ráðstefnunnar
Miðvikudagur 18. nóvember
18.00 Skráning og afhending gagna
18.15 Setning ráðstefnunnar. Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra
Gestir boðnir velkomnir. Solveig Bergman framkvæmdastýra NIKK og Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
18.30-19.30 Claes Borgström fyrrverandi umboðsmaður jafnréttismála í Svíþjóð. Varför är kvinnor i ledande position lika få som träden på Island?
(Af hverju eru konur í leiðandi stöðum álíka fáar og tré á Íslandi?)
19.30-21.00 Móttaka og léttar veitingar
Fimmtudagur 19. nóvember
08.30-09.00 Skráning og afhending gagna
09.00 Kynning á helstu niðurstöðum verkefnisins Kyn og völd Kirsti Niskainen, rannsóknarstjóri hjá NIKK
Kyn og völd í stjórnmálum og í atvinnulífi
09.30
Kyn og völd í stjórnmálum í Danmörku og Svíþjóð á réttri leið? Drude Dahlerup, prófessor við Stokkhólmsháskóla
Kyn og völd í finnskum stjórnmálum mótsagnakennd mynd?
Anne Maria Holli, Research Fellow við Háskólann í Helsinki
Kyn og völd í íslenskum stjórnmálum
Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands
11.00-11.30 Kaffihlé
11.30
Kyn og pólitísk völd á sjálfstjórnarsvæðunum (Álandseyjar, Færeyjar og Grænland)
Karin Jóhanna L. Knudsen, fræðikona við Fróðskaparsetur Færeyja
Kynjajafnrétti og kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja
Mari Teigen, forstöðumaður rannsókna hjá Institutt for samfunnsforskning í Osló
12.30-13.30 Hádegisverður
13.30
Kynjaskipting í dönsku atvinnulífi
Mette Verner, yfirmaður rannsókna í hagfræði við Fjölmiðlaháskólann í Árósum
Kyn og völd í finnskum fyrirtækjum
Linda Hart, doktorsnemi við Háskólann í Helsinki
Kyn og völd í íslensku atvinnulífi
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
14.30-15.00 Kaffihlé
15.00
Kyn og völd á Norðurlöndum túlkun og tilraun til skýringa
Øystein Gullvåg Holter, prófessor við Háskólann í Osló og Elisabeth Rogg, sérfræðingur við Háskólann í Osló
Hinir útvöldu og smurðu: forréttindahópar, kyn og nútíminn á Norðurlöndum Anita Göransson, prófessor við Háskólann í Linköping
16.00
Hvernig brjótumst við úr viðjum vanans?
Pallborðsumræður um hvernig við nýtum upplýsingarnar í skýrslunni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi
Jan S. Asker, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í fjármálalífi Noregs
Birgitte Bruun, aðstoðarframkvæmdastjóri Nykredit í Danmörku,
Anita Göransson, prófessor við Háskólann í Linköping.
Elina Laavi, formaður kvennahreyfingar Samlingspartiet í Finnlandi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingiskona
Umræðustjóri: Bosse Parbing ritstjóri NIKK tímaritsins
17.00 Ráðstefnuslit
Ingi Valur Jóhannsson formaður jafnréttisnefndar Norrænu
ráðherranefndarinnar