Kynja- og jafnréttissjónarmið í skólastarfi

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018 er að finna sérstök ákvæði sem varða skóla og uppeldisstofnanir.

 

Í lögum nr. 10/2008 kemur m.a. fram að á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Einnig að í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.

 

Í sömu lögum sérstök lagagrein um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni sem gildir einnig um skóla og uppeldisstofnanir. Þar kemur fram að atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skuli gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.

 

Sjá nánar um gildissvið jafnréttislöggjafar þegar kemur að skólastarfi.