Kynja- og jafnréttissjónarmið - laun og starfskjör

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018 er að finna sérstök ákvæði sem laun, starfskjör og uppsagnir. 

 

Í lögum nr. 10/2008 kemur m.a. fram að: 

  • Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna konum og körlum í launum og öðrum kjörum á grundvelli kyns.

  • Ef leiddar eru líkur að því að kona og karl sem starfa hjá sama atvinnurekanda njóti mismunandi launakjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf skal atvinnurekandi sýna fram á, ef um launamun er að ræða, að munurinn skýrist af öðrum þáttum en kyni.

 

Og í lögum nr. 86/2018 kemur fram að atvinnurekanda er óheimilt að mismuna, í launum og öðrum kjörum, starfsmönnum sínum sem sinna jafnverðmætum störfum, á grundvelli:

  • kynþáttar,

  • þjóðernisuppruna,

  • trúar,

  • lífsskoðunar,

  • fötlunar,

  • skertrar starfsgetu,

  • aldurs,

  • kynhneigðar,

  • kynvitundar,

  • kyneinkenna,

  • kyntjáningar.

 

Sjá nánar um gildissvið jafnréttislöggjafar þegar kemur að launum, starfskjörum og uppsögnum.