Kynja- og jafnréttissjónarmið við hönnun og birtingu auglýsinga

Við hönnun og birtingu auglýsinga skal gæta þess að farið sé eftir lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018.

 

 

 

Í lögunum er tekið fram að auglýsandi og sá sem hannar eða birtir auglýsingu skuli sjá til þess að auglýsingin sé ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn lögum. Jafnframt er tekið fram að óheimilt sé að birta slíka auglýsingu í fjölmiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi.

 

Sjá nánar um gildissvið jafnréttislöggjafar þegar kemur að hönnun og birtingu auglýsinga