- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir fundaröð veturinn 2012-2013 og er fyrsti fundurinn haldinn í samstarfi við EDDU öndvegissetur. Fundurinn ber yfirskriftina Kynjasamþætting í 15 ár: Alþjóðleg viðhorf og stefna Evrópusambandsins og fer fram föstudaginn 19.október kl. 12-13:15 í Odda 201.Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær kynjasamþætting leit fyrst dagsins ljós. Sumir vilja meina að upphaf þess megi rekja til kvennaráðstefnunnar í Peking 1995 en skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna má rekja til ársins 1997. Það má því segja að kynjasamþætting hafi verið við lýði í 15 ár. Þrátt fyrir að hin pólitíska hugmynd um jafna þátttöku kvenna sé gömul þá er markmiðið sem slíkt fyrir stofnanir og stefnumótun tiltölulega nýtt. Evrópusambandið beitir jafnt kynjasamþættingu og sértækum aðgerðum í þágu kvenna innan stofnana sinna og aðildarríkja. En hefur sú stefna borið árangur? Og gæti breytinga verið að vænta fyrir Ísland með hugsanlegri aðild að sambandinu?
Dagskrá fundarins:
„15 ár af kynjasamþættingu og hvað með það?"
Dr. Joni Seager, prófessor og deildarstjóri við Bentley háskóla í Bandaríkjunum, segir frá kostum og göllum í stefnum alþjóðlegra stofnanna varðandi kynjasamþættingu.
„Það sem er falið í snjónum kemur í ljós í þíðu“
Jenny Claesson, markaðstjóri Add Gender í Svíþjóð, deilir reynslu sinni af kynjasamþættingu í Svíþjóð.
Þátttakandi í umræðum og fundarstjóri er Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Fundurinn er öllum opinn.