- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Fundurinn hvetur atvinnurekendur, stjórnvöld og almenning til að uppræta staðalímyndir um karla- og kvennastörf með það að markmiði að ná fram raunverulegu jafnrétti á vinnumarkaði og á heimilum. Markvisst ber að fjölga einstaklingum af því kyni sem er í minnihluta í hverri starfsgrein og brýnt er að hækka laun uppeldis- og umönnunarstétta.
Fundurinn hvetur sveitarfélög til að auka sveigjanleika í starfsemi leikskóla svo samræma megi betur fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku beggja foreldra. Þá er brýnt að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að því að stytta vinnutíma foreldra, þannig að þeim verði gert kleift að sinna betur fjölskylduábyrgð sinni.
Fundurinn hvetur sveitarfélög til að breyta lögreglusamþykktum þannig að starfsemi nektardansstaða verði ekki leyfð, enda felur slík starfsemi í sér mannfyrirlitningu og eykur enn á misrétti kynjanna.
Fundurinn hvetur Alþingi til þess að samþykkja óbreytt framkomið frumvarp um breytingar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Nánari upplýsingar:
Sigríður Stefánsdóttir,
forstöðukona félagsþjónustusviðs Fjarðabyggðar S: 470 9037; GSM 849 6813.