- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn dagana 10.-11. september nk. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar stendur fyrir landsfundinum að þessu sinni og hefur sett saman glæsilega dagskrá þar sem fjallað verður um komandi sveitarstjórnarkosningar og jafnréttisstarf í sveitarfélögum.
Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum. Í ár verður sérstaklega fjallað um komandi sveitarstjórnarkosningar 2010 en hlutfall kynjanna í sveitarstjórnum er mjög mismunandi eftir stærð þeirra og er hlutfall kvenna mun lægra í dreifbýli en á þéttbýlisstöðum.
Í vetur var skipaður starfshópur sem á að koma með tillögur um hvernig auka megi hlut kvenna í sveitarstjórnum og mun hann skila þeim tillögum innan skamms. Samkvæmt jafnréttislögum ber sveitarfélögum að stuðla að jafnrétti kynjanna og ber þeim m.a. setja fram jafnréttisáætlanir þar sem tilgreindar eru þær leiðir sem sveitarfélögin hyggjast fara í þeim tilgangi að koma til að koma á jafnrétti. Á fundinum verður boðið upp á vinnustofur þar sem fulltrúum sveitarfélaga gefst tækifæri til nýta þá aðferðarfræði sem slík áætlanagerð byggir á.
Skráning á Landsfundinn fer fram hjá Ísafjarðarbæ í síma 450 8000 (Guðný Steingrímsdóttir)
Dagskrá.
Komandi sveitarstjórnarkosningar og jafnréttisstarf í sveitarfélögum.
Fimmtudagur 10. september:
10:00-10:15 Setning landsfundar
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
10:20-10:40 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu 100 ár í sveitarstjórnum
10:50-11:20 Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands- Kyn og völd.
11:20-11:40 Geirþrúður Charlesdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi á Ísafirði.
11:40-12:00 Umræður
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-13:30 Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur Jafnrétti og lýðræði á sveitarstjórnarstiginu.
13:40-14:00 Sigrún Jónsdóttir formaður starfshóps samgönguráðuneytisins um aðgerðir stjórnvalda til að jafna stöðu kynjanna í sveitarstjórnum.
14:10-14:30 Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar - Kjósa konur konur?
14:40-15:00 Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík.
15:10-15:30 Matthildur Helga Jónudóttir, talsmaður jafnréttis.
15:30-15:45 Kaffi
15:45-16:00 Umræður
16:15-18:00 Útsýnisferð í boði Ísafjarðarbæjar
19:30 Hátíðarkvöldverður á Hótel Ísafirði
Föstudagur 11. september
9:00-11:30 Evrópusáttmálinn.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar og Anna Guðrún Björnsdóttir
frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Vinnuhópar og umræður um Evrópusáttmálann.
11:30-12:00 Hádegisverður
12:10-12:50 Staða og verkefni jafnréttismála í sveitarfélögum.
Innlegg frá fulltrúum sveitarfélaganna.
12:50-13:15 Ályktun landsfundar.
13:15 Landsfundarslit