Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Tilkynning:

„Reykjavíkurborg boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 18. og 19. september n.k. 
 
Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða málin, fræðast og fá góðar hugmyndir.Landsfundurinn er opinn fulltrúum  jafnréttisnefnda sveitarfélaga eða þeim nefndum sem hefur verið falið þeirra hlutverk. Einnig er annað sveitarstjórnarfólk velkomið og fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa enn skipað jafnréttisnefndir ásamt því starfsfólki sem vinnur að jafnréttismálum.
 
Fundurinn er kjörið tækifæri til að setja meiri kraft í jafnréttismálin, kynnast fólki sem vinnur í málaflokknum og fá nýjar hugmyndir til góðra verka.
 
Að þessu sinni er fundurinn tvískiptur. Fyrri dagurinn er opinn fyrir alla og miða flestir dagskrárliðir að virkri þátttöku þeirra sem mæta. Seinni dagurinn er einungis ætlaður nefndarfólki og starfsfólki þeirra og er meira hugsaður sem vettvangur fyrir samráð.
 
Borgarstjóri býður til móttöku í Höfða strax eftir dagskrána þann 18. september. Þar er ætlunin að eiga saman glaða stund. 
 
Reykjavíkurborg mun taka vel á móti ykkur og mun gera sitt besta til þess að þessi landsfundur verði bæði skemmtilegur og gagnlegur.“


Sjá dagskrá hér