- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Föstudaginn 15. september n.k. boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við Stykkishólmsbæ til árlegs landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál. Á fundinum, sem haldinn er á Hótel Stykkishólmi, verður fjallað um kynjamyndir í ferðaþjónustu, kynjajafnrétti í íþróttum, samstarfsverkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum og farið yfir stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum og skólum. Þorsteinn Víglundsson jafnréttisráðherra mun ávarpa fundinn.
DAGSKRÁ HÉR
Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að fjölmenna á landsfundinn ásamt öllum þeim sem koma að jafnréttismálum í sveitarfélaginu. Þátttökugjald er 6.500.- innifalið hádegismatur, kaffiveitingar og fundargögn.
SKRÁNING HÉR