Launamunur kynjanna helst óbreyttur

 

Félagsmálaráðuneytið hefur látið endurgera launakönnun frá því 1994 og er það liður í rannsóknum á launamisrétti. Í gildandi framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar er kveðið á um rannsóknir á þessu sviði sem og áætlanir gegn kynbundum launamun.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru bæði jákvæðar og gefa tilefni til bjartsýni en einnig neikvæðar og benda til ákveðinnar stöðnunar.

Svo virðist sem allnokkur jákvæð breyting hafi orðið á starfsumhverfi, starfsháttum, vinnutíma og vinnuviðhorfi kynjanna. En launamunurinn er enn til staðar og ekki eru marktækar breytingar á honum. Launamunurinn er minni hjá hinu opinbera en á almenna markaðinum.

Í dag kl. 11 veður haldin fréttamannafundur í félagsmálaráðuneytinu þar sem niðurstöður þessarar rannsóknar verða kynntar.

Hér má finna skýrsluna ásamt viðaukum.