- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja heldur morgunverðarfund um konur í hefðbundnum karlastörfum miðvikudaginn 26. febrúar. Markmið fundarins er að ræða leiðir til að fjölga konum á fagsviðum þar sem karlar hafa verið í meirihluta.
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, mun fara yfir stöðu jafnréttismála innan lögreglunnar. Þá mun Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, fjalla um hvers vegna nauðsynlegt er að jafna kynjahlutfall í verkfræði og náttúruvísindum og hvað virkar í þeim efnum.
Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá hefst kl. 8:30 með ávarpi félags-og húsnæðismálaráðherra og lýkur kl. 10:15.
Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu velferðarráðneytisins