- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Samkvæmt 18. gr. jafnréttislaga ber fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 manns að setja sér aðgerðabundna jafnréttisáætlun þar sem tilgreint er hvernig starfsmönnum eru tryggð réttindi sem kveðið er á um í 19.-22. gr. laganna. Auk þess ber skólum sem menntastofnunum að uppfylla 23. gr. og 22. gr. jafnréttislaga er snúa að nemendum. Segja má að jafnréttisáætlunin sé staðfesting á því að skólinn vinni eftir jafnréttislögum. Í aðgerðaáætluninni kemur svo fram hvernig markmiðum jafnréttisáætlunarinnar er náð, til hvaða aðgerða er gripið, hver ber ábyrgð á því að aðgerðunum sé framfylgt og innan hvaða tímaramma þeim skal lokið.
Jafnréttisstofa óskar skólunum alls hins besta í skóla- og jafnréttisstarfinu og vekur um leið athygli á 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en þar segir í 3. mgr.
Fyrirtæki og stofnanir skv. 2. mgr. skulu afhenda Jafnréttisstofu afrit af jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu sinni ef jafnréttisáætlun er ekki fyrir hendi ásamt framkvæmdaáætlun þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því. Enn fremur skulu fyrirtæki og stofnanir skv. 2. mgr. afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um framgang mála þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því innan hæfilegs frests.
Í samræmi við ofangreint mun Jafnréttisstofa á næstu árum kalla eftir skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála frá leikskólum.