- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á jafnréttistorgi (félagsvísindatorgi) miðvikudaginn 24. febrúar fjallar Jón Birkir Bergþórsson, mastersnemi við Háskólann í Árósum, um leyndarmál kynhyggju. Hann ætlar að tala um hvað kynhyggja er og hvernig hún liggur að hjarta allri femínískri hugsun og hugmyndafræði. Hann mun svo ræða hvernig hugmyndafræði femínisma hefur þróast til þess að svara kynhyggjunni og af hverju hún er svo skaðleg fyrir bæði konur og karla.
Jafnréttistorgið er í samstarfi Jafnréttisstofu og HA.
Jón Birkir Bergþórsson er mastersnemi í siðfræði, réttar- og stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Árósum. Hann er með BA gráðu í nútímafræði og heimspeki. Jón Birkir var í starfsnámi hjá Jafnréttisstofu á haustmisseri 2015, en það er hluti af náminu hans í Danmörku. Í starfsnáminu skrifaði hann ritgerð um sögulegt yfirlit íslensks femínisma og þróun hugmyndafræði hans.
Jafnréttistorgið (félagsvísindatorgið) verður haldið 24. febrúarer klukkan 12:00 í stofu N101 Sólborg v/Norðurslóð og er öllum opið án endurgjalds.