Lifir landsbyggðin án kvenna?

Á morgun, fimmtudaginn 13. nóvember, klukkan 16.00-1800 verður haldið málþing um kyn og byggðaþróun í Háskóla Íslands á vegum RIKK í stofu 101, Lögbergi.
Sérstakur gestur málþingsins er Dr. Rasmus Ole Rasmussen, prófessor í hagrænni landfræði við Roskilde Háskólann í Danmörku og forstöðumaður NORS, rannsóknastofnunar um byggðaþróun Norður – Atlantshafs svæðanna. Dr. Rasmus Ole Rasmussen flytur fyrirlestur um nauðsyn þess að endurskoða gildandi áherslur í byggðaþróun til þess að stuðla að fjölbreyttu mannlífi á landsbyggðinni. Vífill Karlsson, Anna Karlsdóttir og Magnfríður Júlíusdóttir bregðast síðan við erindi hans út frá rannsóknum sínum á þróun atvinnulífs og búsetu á Íslandi.

Í erindi sínu veltir Rasmus Ole Rasmussen fyrir sér spurningum eins og hvaða þættir ýti undir ólík viðbrögð kynjanna þegar breytingar eiga í hlut og hvaða áhrif þessi ólíku viðbrögð hafa á uppbyggingu samfélaga. Kynjabreytan sker sig úr í þessu samhengi, t.d. hvað varðar uppbyggingu þekkingarsamfélagsins.


Dagskrá:
Rasmus Ole Rasmussen, prófessor í hagrænni landfræði: Endurmótun áherslna í byggðaþróun: Kyn, lífsskeið og hreyfanleiki á hnattvæðingartímum.

Vífill Karlsson, lektor í hagfræði við Háskólann á Akureyri: Hagrænt mikilvægi kvenna.

Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði: Jafnrétti á jaðrinum. Kynjasögur úr stefnu og framkvæmd byggðamála.

Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði og ferðamálafræði: Konur og auðlindanýting.


Málþingið er öllum opið.