- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Að valinu stendur sérstakur samstarfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá átta stofnunum Reykjavíkurborgar, ásamt fulltrúum frá lögreglunni í Reykjavík og lögreglunni í Kópavogi. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í vikunni en þetta er í sjötta sinn sem samstarfshópurinn velur Ljósbera.
Samstarfshópur um Ljósberann var stofnaður haustið 2001 og hefur það að leiðarljósi að styrkja heilbrigðan lífstíl barna og unglinga. Hópurinn hefur árlega valið ljósbera ársins, en hefur einnig staðið fyrir fundum og ýmsum verkefnum tengdum heilbrigðum lífsstíl barna og unglinga.
Guðrún Gunnarsdóttir fjölmiðla- og söngkona varð fyrst til að hljóta viðurkenninguna Ljósberi ársins árið 2002 fyrir afdráttarlausa afstöðu gegn klámvæðingu. Árið 2003 hlaut Sigríður Schram kennari og nemendur hennar þessa viðurkenningu fyrir faglega og afgerandi gagnrýni á notkun kynlífs við að auglýsa súkkulaði, þar sem auglýsingunni er meðal annars beint að börnum og unglingum.
Ljósberi ársins 2006 Gísli Hrafn Atlason, ráðskona karlahóps Femínistafélags Íslands
Ljósberi ársins 2005 Thelma Ásdísardóttir, baráttukona
Ljósberi ársins 2004 Gunnar Hersvein, heimspekingur og séra Toshiki Toma
Ljósberi ársins 2003 Sigríður Schram, kennari
Ljósberi ársins 2002 Guðrún Gunnarsdóttir, fjölmiðlakona