Málum bæinn bleikan

Íslenskir jafnréttissinnar hvetja alla til þess að sýna stuðning við jafnrétti kynjanna með því að bera eitthvað bleikt á sér á kvenréttindadaginn 19. júní. Þá ætla ýmis félagssamtök og einstaklingar að minna á réttindi kvenna með táknrænum hætti og mála bæinn bleikan.

Ef þú styður jafnrétti getur þú tekið þátt með ýmsu móti. Til dæmis...

Klæðst bleiku eða borið eitthvað bleikt.
Flaggað bleiku.
Sett bleika útstillingu í gluggann hjá þér.
Auglýst tilboð á einhverju bleiku þennan dag.
Kostað útvarpsauglýsingu undir eigin nafni, t.d.: ?Styðjum jafnrétti. Málum bæinn bleikan 19. júní."
Búið til bleikan drykk.
Sent bleikan tölvupóst.
Rifið horn af bleiku blaði og nælt það í barminn ...eða bara eitthvað allt annað - skemmtilegt og bleikt!

Nánari upplýsingar má finna hér.

Aðstandendur ,,Málum bæinn bleikan" eru:

Bríet
Kvenréttindafélag Íslands
Stígamót
Femínistafélag Íslands
Femínistafélag Akureyrar
W.O.M.E.N.
Kvennaráðgjöfin
Kvenfélagasamband Íslands
Samtök um Kvennaathvarf
Prestur innflytjenda
Kvennasögusafn
UNIFEM á Íslandi

Fyrirhuguð dagskrá verður auglýst síðar.