- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2009. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá atvinnulausum konum 50 ára og eldri sem hófu nám eða hyggjast hefja nám á árinu 2009.Um getur verið að ræða háskólanám, nám í framhaldsskóla til stúdentsprófs eða nám á styttri starfsbrautum og verknámsbrautum. Styrkupphæð árið 2009 er ein milljón króna og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting á skólavist liggur fyrir.
Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:
• Skattaskýrsla fyrir árið 2008
• Staðfesting frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi
• Staðfesting á skólavist (ef hún liggur fyrir)
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Kvenréttindafélags Íslands: www.krfi.is. Í umsókn skulu koma fram helstu upplýsingar um umsækjanda og aðstæður hans, hvaða skóla sótt er um og hvaða nám umsækjandi hyggst stunda.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Tilkynnt verður um styrkþega á kvenréttindadaginn 19. júní. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu KRFÍ og á netfanginu: krfi@krfi.is