Morgunverðarfundur UNIFEM á Íslandi

Árlegur morgunverðarfundur UNIFEM á Íslandi verður haldinn á morgun fimmtudaginn 25. nóvember á Hótel Loftleiðum. Yfirskrift fundarinns er Jafnrétti sem sóknarfæri: heima og að heiman. Á fundindum verður nýtt alþjóðlegt átak UNIFEM og UN Global Compact kynnt sem nefnist Jafnréttissáttmálinn.

Þrjú íslensk fyrirtæki skrifa undir Jafnréttissáttmálann (Women‘s Empowerment Principle – Equality means Business). UNIFEM og UN Global Compact skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Takmark átaksins á Íslandi er að fá 50 íslensk fyrirtæki til að skrifa undir fyrir næsta sumar.

Búið er að samþykkja og staðfesta marga sáttmála hvað varðar jafnrétti og stöðu kvenna og hafa frjáls félagssamtök, ríkisstjórnir og alþjóðlega stofnanir unnið hörðum höndum að bæta líf kvenna um heim allan.

En til þess að raunverulegt jafnrétti náist í heiminum, er nauðsynlegt að efla þátttöku fyrirtækja í jafnréttisbaráttunni og fá þau til þess að sýna frumkvæði í jafnréttismálum sem og samfélagslega ábyrgð. Þá fyrst sjáum við alvöru árangur. Þetta er markmið átaksins.

Nú þegar hafa hundruðir alþjóðlegra fyrirtækja skrifað undir Jafnréttissáttmálann og má þar á meðal nefna Avon, Microsoft, Proctor & Gamble, Levis Strauss & Co. og Ernst &Young og Johnsons & Johnson.

Marel, Deloitte og Rio Tinto Alcan eru fyrstu íslensku fyrirtækin sem skrifa undir Jafnréttissáttmálann á Íslandi og skora þau á sama tíma á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama.

Takmark UNIFEM á Íslandi er að fá 50 íslensk fyrirtæki til þess að skrifa undir sáttmálann fyrir næsta sumar.


Dagskrá fundarins:
Ragna Sara Jónsdóttir
, formaður UNIFEM á Íslandi býður gesti velkomna

Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins ávarpar fundagesti

Heiðursgestur fundarins er Antonie De Jong, þróunar-og viðskiptaráðgjafi UNIFEM

Forsvarsmenn Deloitte, Marel og Rio Tinto Alcan skrifa undir Jafnréttissáttmálann.