- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Sérfræðingar Jafnréttisstofu lögðu land undir fót þann 14. ágúst síðastliðinn þegar þeir sóttu austurland heim. Markmið heimsóknarinnar var að halda námskeið um jafnrétti og skólastarf á starfsdögum kennara á Austurlandi. Námskeiðið fór fram í grunnskóla Reyðarfjarðar og voru þátttakendur kennarar, stuðningafulltrúar og starfsfólk Skólaskrifstofu Austurlands. Á námskeiðinu var lögð áhersla á kynjafræðileg hugtök sem greiningartæki, fjölbreytt jafnréttisverkefni og samþættingu jafnréttis inn í allt skólastarf og skólamenningu. Þátttakendur spreyttu sig á ólíkum verkefnum og kynntu sér nýtt kennsluefni fyrir unglingastig sem felst í 10 þátta framhaldsseríu um ungt fólk og staðalmyndir.