- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Nú hefur Jafnréttisstofa gefið út fræðslumyndbönd um jafnlaunastaðfestingu, sem eiga að styðja umsækjendur í umsóknarferlinu og þeirri vinnu sem fylgir. Myndböndin eru einnig forkrafa fyrir þátttöku á nýju námskeiði sem boðið verður upp á annan hvern fimmtudag frá og með 13. október nk. Fræðslumyndböndin má nálgast hér.
Á námskeiðinu sem kennt verður í gegnum Teams verður farið yfir grunnatriði til að uppfylla skilyrði þess að öðlast jafnlaunastaðfestingu. Farið er yfir kröfur um gagnaskil, innihald gagnanna og mat Jafnréttisstofu á gögnunum. Sérstök áhersla er lögð á starfaflokkun og launagreiningu. Í lokin gefst þátttakendum tækifæri til að koma með spurningar til leiðbeinanda. Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Námskeiðin má nálgast í viðburðadagatalinu okkar og inn í hverjum viðburði er hægt að nálgast skráningarhlekk.