- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa stendur þann 16. nóvember nk. fyrir námskeiði um jafnréttisstarf hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Með lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 er sú skylda lögð á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að:
jafna stöðu kynjanna
stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf
greiða konum og körlum jöfn laun
koma í veg fyrir kynferðislega áreitni
gera jafnréttisáætlanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn
Námskeið verður haldið í Reykjavík þann 16. nóvember nk. frá kl. 13:00 -17:00 á Grand Hótel, Sigtúni 38.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 460-6200 eða með tölvupósti á jafnretti@jafnretti.is
Jafnréttisstofa býður einnig upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög, sé þess óskað.