- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Athygli er vakin á fjórum vinnustofum um jafnlaunastaðal sem boðað hefur verið til hjá Starfsmennt í lok janúar og byrjun febrúar nk. Markmiðið er að auka færni og þekkingu stjórnenda á vinnustöðum sem vilja auka gegnsæi og gæði launaákvarðana með notkun jafnlaunastaðals. Áhugasamir geta sótt stakar vinnustofur að eigin vali, eða allar í tímaröð, eftir áhuga og aðstæðum.Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er afurð áralangs samstarfs heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda. Markmiðið með gerð staðalsins var að finna leið til að eyða kynbundnum launamun þannig að greidd séu sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, líkt og kveðið er á um í lögum. Staðlaráð Íslands tók þátt í gerð jafnlaunastaðalsins sem er sambærilegur að formi og gerð og alþjóðlegir stjórnunarstaðlar og því vottunarhæfur.
Fjármálaráðuneytið í samstarfi við velferðarráðuneytið stýrir tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins en heildarsamtök launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda standa saman að fræðslu og ráðgjöf vegna innleiðingar hans á grundvelli samstarfssamnings sem var undirritaður var 13. nóvember 2014.
Vinnustofurnar fjórar sem Starfsmennt boðar fjalla um 1) innleiðingu jafnlaunastaðalsins, 2) starfaflokkun, 3) launagreiningu og 4) skjölun í samræmi við kröfur staðalsins. Vinnustofurnar eru sjálfstæðar og tekur hver þeirra 3 – 4 klukkustundir. Áhugasamir geta sótt stakar vinnustofur að eigin vali, eða allar í tímaröð, eftir áhuga og aðstæðum.
Vinnustofurnar er ætlaðar forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Einnig henta þær þeim sem eru að íhuga að innleiða staðalinn eða vilja kynna sér efni hans og hvað felst í innleiðingunni.
Vinnustofur um jafnlaunastaðalinn verða haldnar eftirtalda daga:
27. jan: Kynning á jafnlaunastaðli
03. feb: Starfaflokkun
10. feb: Launagreining
17. feb: Gæðastjórnun og skjölun
Nánari upplýsingar og skráning á vef Starfsmenntar