Endurmenntunarstofnun í samstarfi við velferðarráðuneytið stendur að námskeiði um vottun jafnlaunakerfa. Á námskeiðinu verður fjallað um lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, vinnurétt, kjarasamninga, launagreiningar og flokkun og mat á verðmæti starfa. Námskeiðinu lýkur með útgáfu skírteinis fyrir þá sem ljúka námskeiðinu með prófi.
Þann 24. október 2014, undirritaði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra reglugerð nr. 929/2014, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.
Samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar skal velferðarráðuneytið sjá til þess að haldið verði námskeið fyrir úttektarmenn í jafnréttis- og vinnumarkaðsmálum, sem þýðingu hafa fyrir vottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012, svo uppfylla megi kröfur faggildingarstaðalsins ÍST EN ISO/IEC 17021 um sérfræðiþekkingu.
Námskeiðið spannar sex vikur og hefst þann 28. apríl næstkomandi.
Sjá upplýsingar um námskeiðið og skráningu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands