Námskeið vegna vottunar jafnlaunakerfa

Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við velferðarráðuneytið stendur fyrir þriggja daga námskeiði um vottun jafnlaunakerfa í desember. Skráning er hafin. 

Meginmarkmið námskeiðsins er að úttektarmenn geti tekið út jafnlaunakerfi ólíkra fyrirtækja og stofnana og metið hvort það uppfylli allar kröfur staðalsins ÍST 85, þ.m.t. starfaflokkun og launagreiningu fyrirtækja og stofnana. Í samræmi við reglugerð um vottun jafnlaunakerfa skulu úttektarmenn ljúka námskeiðinu með prófi og fyrstu einkunn.

Námskeiðið fer fram dagana 5. - 7. desember og lýkur með prófi sem haldið verður þriðjudaginn 12. desember. 


Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning þátttöku á vef Endurmenntunar Háskóla Íslands.