- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna er komin út . Í skýrslunni eru kyngreindar upplýsingar fyrir árið 2015 og þróun síðustu ára. Kynjakvóti var leiddur í lög árið 2008 og hefur Jafnréttisstofa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt.
Helstu niðurstöður ársins 2015 eru:
• Hlutfall kynjanna í öllum nefndum allra ráðuneyta er 45% konur og 55% karlar
• Í heildina voru 61% starfandi nefnda skipaðar í samræmi við 15. greinina
• Hlutfall kynjanna í nýskipuðum nefndum er 45% konur og 55% karlar
• Í heildina voru 67% nýskipaðra nefnda í samræmi við 15. greinina
Samkvæmt 15. gr.laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum að vera sem jafnast og ekki minna en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír. Tilnefningaraðila ber að tilnefna karl og konu en heimilt er að víkja frá þeirri reglu ef slíkt er óframkvæmanlegt af hlutlægum ástæðum. Þegar á heildina er litið er lítil breyting milli ára þó eru heldur fleiri nýskipaðar nefndir sem ekki eru skipaðar samkvæmt 15. Greininni. Hlutfall þeirra sem voru rétt skipaðar í fyrra voru 76%. Skýrist þetta bakslag að mestu vegna skipana í starfsgreinaráð, sveinsprófsnefndir og nemaleyfisnefndir hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Skýringin á þessari stöðu er því kynbundið náms- og starfsval þar sem margar af þeim stéttum sem um ræðir eru stéttir þar sem hallar verulega á annað kynið auk þess sem ákveðin lög, reglur og hefðir eru fyrir því hverjir taka sæti í nefndum sem þessum. Það skal tekið fram að vinna er hafin í ráðuneytinu við að endurskoða starfsemi þessara nefnda.