- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í kjarakönnun SFR stéttarfélaga í almannaþjónustu, kemur fram að óútskýranlegur launamunur kynjanna var 4,2% þegar grunnlaun eru skoðuð en 14,7% á heildarlaunum. Á heimasíðu þeirra er hægt að sjá helstu niðurstöður könnunarinnar í glærupakka. Í honum er farið ýtarlega yfir hinar ýmsu niðurstöður könnunarinnar.
Í könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga kemur fram að laun karla og kvenna hafa hækkað álíka mikið frá síðustu mælingu. Laun kvenna hækka um 12,8% en laun karla um 13,3%. Þegar ekki er tekið tillit til annarra þátta breytist launamunur kynjanna því nánast ekkert milli mælinga. Þegar launamunurinn er leiðréttur með tilliti til vinnuframlags þá hefur hann lítið breyst frá síðustu mælingu, var 21,5% en er nú 21,2%. Áhyggjuefni er að þegar launamunur kynjanna er svo leiðréttur með tilliti til fleiri þátta eins og menntunar, starfs, atvinnugreinar, aldurs, vinnuframlags, mannaforráða og starfsaldurs kemur í ljós að launamunur kynjanna virðist vera heldur að aukast frekar en hitt. Nú mælist leiðréttur launamunur 8,8% en mældist 7,6% árið 2005 og 6,8% árið 2003," að því er segir í tilkynningu frá FVH. Félagið hefur ekki gert niðurstöðurnar aðgengilegar en bæklingur hefur verið prentaður og hægt er að panta hann á heimasíð þeirra.
Launakönnun VR árið 2007 sýnir að dregið hefur úr launamun kynjanna á síðustu árum. Kynbundinn launamunur, þegar búið er að taka tillit til áhrifaþátta á laun, er nú 11,6% en var 15,3% árið 2000. Bæklingur hefur verið prentaður með niðurstöðum könnunarinnar og er hann aðgengilegur á heimasíðu þeirra.