- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í haust verður haldin hér á landi ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttisstarf í skólum. Ráðstefnan er samstarfsverkefni félags- og tryggingamálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins og verður haldin dagana 21. og 22. september á Grand Hótel. Á ráðstefnunni verða fyrirmyndarverkefni frá öllum Norðurlöndunum kynnt og farið yfir stöðu mála í Evrópu á svið jafnréttisstarfs í skólum. Ráðstefnan hefst að kvöldi 21. september, hún fer fram á skandinavísku og verður túlkuð.
Þróunarverkefni á sviði jafnréttisstarfs í skólum hafa undanfarin ár verið unnin á Norðurlöndum og á síðasta ári var farið af stað með þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum á Íslandi. Tilraunaverkefni voru unnin í fimm leikskólum og fimm grunnskólum og sett upp heimasíðan www.jafnrettiiskolum.is Þar má nálgast upplýsingar um jafnrétti í námi og starfi.
Ráðstefnan sem er öllum opin er kjörin vettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræðimenn, stjórnmálamenn og alla þá sem vilja fræða og fræðast um jafnrétti í námi og starfi. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að kynna efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi.
Boðsbréf og frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu um jafnréttisverkefni formennskuárs íslands í norrænu ráðherranefndinni. http://formennska2009.jafnretti.is einnig fer þar fram skráning.