- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 1. mars verður opnað fyrir umsóknir í Norræna jafnréttisjóðinn. Rúmum tveimur milljónum danskra króna verður veitt til norænna jafnréttisverkefna árið 2019.
Sjóðurinn styrkir verkefni sem þrjár eða fleiri stofnanir eða samtök frá að minnska kosti þremur norrænum löndum standa að og ætlað er að stuðla að jafnrétti. Verkefni sem á fjölbreyttan hátt hafa það að markmiði að greina og ávarpa vandamál sem tengjast kynjamisrétti, stuðla að nýrri þekkingu og deilingu á reynslu eða sýna fram á og þróa norrænt samstarf geta sótt um styrki úr sjóðnum.