- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í tengslum við fund Norðurlandaráðs í nóvember sl. var opnaður norrænn upplýsingabanki um kyn og loftslagsmál á vefnum undir yfirskriftinni: Equal climate – kön och klimaförändring ur ett nordiskt perspektiv. Þar er m.a. að finna ábendingar um það hvernig hægt er að skoða loftslagsmálin út frá kynjasjónarhorni og tengja þeim aðgerðum sem stjórnvöld eða aðrir vinna að til að draga úr gróðurhúsaáhrifum jörðinni til varnar.Á vefnum er m.a. að finna ýmsar greinar um loftslagsmál, upplýsingar um samgöngur sem eru einn helsti mengunarvaldurinn, orkumál, neyslu af ýmsu tagi og loks þá fæðu sem við neytum en t.d. framleiðsla á kjöti getur haft í för með sér mikla mengun. Vefinn má skoða hér