Reykjavíkurborg hefur nú gefið út handbók um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun (KFS). Handbókin hefur verið þróuð í samræmi við áherslur borgarinnar og þá leið sem borgin hefur farið í innleiðingu á KFS. Handbókin á að nýtast sem leiðsagnarrit fyrir alla þá sem koma á einn eða annan hátt að kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá borginni. Í henni er farið skref fyrir skref y?r alla þá þætti sem tengjast innleiðingunni. Markmiðið er sömuleiðis að gera starfsfólki borgarinnar, pólitískt kjörnum fulltrúum og íbúum betur kleift að öðlast skilning á því hvað kynjuð fjárhags- og starfsáætlun er og hvaða ávinning hún getur haft í för með sér.
Handbókina má lesa hér: http://reykjavik.is/sites/default/files/handbok_kynjadrar_fjarhags-_og_starfsaaetlunar.pdf