- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað í máli gegn Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi, en kærandi var kona sem sótti um stöðu sérfræðilæknis. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla að ræða. Konan sótti um stöðu sérfræðilæknis í mars 2008 en umsækjendur um stöðuna voru fimm, þrír karlar og tvær konur. Tveir karlar voru ráðnir í 40% stöðu hvor. Síðan var ákveðið að auka starfshlutfall þriðja karlumsækjandans úr 5% í 20%. Kærandi taldi að gengið hefði verið framhjá sér og annarri konu, sem báðar hefðu fengið hærra stigamat stöðunefndar en þeir sem ráðnir höfðu verið. Taldi kærandi sig standa þeim framar hvað varðaði menntun og reynslu.
Kærunefndin féllst á þau sjónarmið Landsspítalans að sérstök reynsla og þekking þeirra sem ráðnir voru hafi uppfyllt best þau skilyrði sem sett voru fram í auglýsingu um starfið. Úrskurðinn er hægt að lesa hér.