- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð og er Þórhildur Þorleifsdóttir formaður þess. Hlutverk Jafnréttisráðs er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á vinnumarkaði, veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur til félags- og tryggingamálaráðherra um aðgerðir á þessu sviði.
Eftir hverjar alþingiskosningar skipar félags- og tryggingarmálaráðherra ellefu manna Jafnréttisráð. Ráðherra skipar formann án tilnefningar, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af samtökum launafólks, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af samtökum atvinnurekenda, tvo fulltrúa sem tilnefndir eru sameiginlega af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands, einn fulltrúa sem tilnefndur er sameiginlega af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum, einn fulltrúa sem tilnefndur er af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, einn fulltrúa sem tilnefndur er af Félagi um foreldrajafnrétti og einn fulltrúa sem tilnefndur er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.
Hlutverk Jafnréttisráðs samkvæmt lögum nr. 10/2008, er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera félags- og tryggingamálaráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla er lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Jafnréttisráð skal undirbúa jafnréttisþing í samráði við félags- og tryggingamálaráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín.
Í Jafnréttisráði eiga sæti:
Þórhildur Þorleifsdóttir, skipuð án tilnefningar, formaður,
Maríanna Traustadóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
Guðlaug Kristjánsdóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
Hörður Vilberg, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífisins.
Björn Rögnvaldsson, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífisins.
Una María Óskarsdóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands,
Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands.
Silja Bára Ómarsdóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands,
Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands.
Guðrún Jónsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, tiln. af Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum.
Lúðvík Börkur Jónsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti.
Ellý Erlingsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Varamenn:
Mörður Árnason, skipaður án tilnefningar, formaður,
Ísleifur Tómasson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
Haraldur Eggertsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
Guðrún Björk Bjarnadóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífisins.
Ágústa Hlín Gústafsdóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífisins.
Margrét K. Sverrisdóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands,
Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands.
Sigþrúður Guðmundsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum.
Gyða Margrét Pétursdóttir, tiln. af Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum.
Stefán Guðmundsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti.
Þorleifur Gunnlaugsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.